Rakel bloggar

 

Er með handverk......

Samkennari minn sagði að ég hefði tekið þetta með handverkssýninguna full bókstaflega - því eftir að hafa haldið á syninum skapvonda í gegnum Ráðhúsið í gær er ég með harðsperrur upp í axlir.....sem sagt með "handverk"!!!!

Var svo á hlaupum allan dag....þaut út af fundi með skólastjórunum mínum til að fara á fund með kennara Arons.  Hann fékk nú heldur betur lofræðu frá kennaranum sínum sem samviskusamur draumanemandi !!!! Við urðum eitthvað svo feimin fyrir vikið að við gleymdum að segja hvað hún væri góð og skemmtileg - verð að muna að senda henni tölvupóst því Aroni fannst hann heldur betur hafa dottið í lukkupottinn að lenda hjá henni þegar hann skipti um skóla í fyrra!

Að loknum fundinum fórum við Aron í Perluna og fundum þessa líka fínu fótboltaskó á fínu verði. Nú er ekki lengur alveg sama hvaða tegund og hvaða lúkk maður kaupir, hann var búinn að sjá þessa fyrir einhverju síðan og alger tilviljun að við fengum þá 11.000 kr ódýrari núna!!

Tengdamamma kom svo til okkar seinnipartinn því það var Bingó í skólanum fyrir Sölva og félaga. Hann datt í lukkupottinn og fékk vinning - a.....ekkert smá flottir vinningar! Fyrir eina röð rétta fékk hann Víkingssokka, húfu, vettlinga, stuttermabol og lítinn grjónabolta! Dágott það, en ekki myndi ég nenna að stunda Vinabæ.....

Þrándur er kominn heim úr sínu vetrarfríi nokkrum rjúpum ríkari og aðeins þrír dagar í okkar frí!! Wink


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!