Rakel bloggar

 

Allt og ekkert að frétta...

Langt síðan ég hef haft tíma til að setjast við bloggið!

Fór með saumaklúbbnum í bústað í Húsafelli um helgina. Fínt afslappelsi, góður matur, spil gönguferðir og allur pakkinn. Lentum meira í segja í kaffi á ljósasetri Helga í Lúmex í gönguferðinni á laugardeginum. Cool

Mamma og pabbi komu í bæinn á föstudagskvöldið og voru hjá okkur fram á þriðjudag. Við keyrðum í Borgarfirðinum á sama tíma....

Þegar við komum í bæinn á sunnudeginum fór ég beint í barnaafmæli hjá Sverri og Iggu - Ásbjörn bauð fyrirfram til veislu en hann á afmæli í byrjun nóvember þegar mamma hans verður í útlöndum.

Svo hófst vinnuvikan og núna er verið að undirbúa foreldradag á morgun. Þrándur er kominn í vetrarfrí og beið ekki boðanna - er farinn austur í veiðiferð.

Aron fer til Akureyrar í handboltakeppnisferðalag  á morgun....svo það er í mörg horn að líta. Hann var að koma heim úr afmæli og á að fara að pakka niður. Sér sjálfur um að koma sér af stað á morgun.

Sölvi kom heim með afmælisboð á sunnudag og segist hafa verið boðinn munnlega í eitt sem er á morgun......sjáum til með það.

Svo vorum við boðin í viðtal til kennara Sölva á morgun....er sjálf með viðtöl á sama tíma svo það gengur nú ekki!

Úff - vona bara að ég gleymi ekki einhverju.......er svo mikill gúbbí! Laughing


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
27.10.2006 12:02:56
Jæja nóg að gera hjá þér skvísa :)

Ég er annars að spá í að þiggja ömmustólinn hjá þér, á engan slíkan, Gyða átti víst þennan bleika og ég veit ekkert hvar hann er núna. Verð í bandi...... takk :)
Þetta lagði Bryndís í belginn