Rakel bloggar

 

fjúkandi tuttuguogfimmþúsundkallar..

Ef eitthvað þarf að gera fyrirheimilið eru aurarnir fljótir að renna út, eiginlega má segja að tuttugu og fimmþúsundkallarnir geti auðveldlega fundið sér aðra staði.

Að láta sníða tvo spegla á baðherbergin hjá okkur og kaupa ný ljós kostar í kringum 60.000 með uppsetningu...miðað við að versla ljósin ekki á dýrasta staðnum.

Ljósin í loftinu hjá okkur eru rússnesk á köflum, ef við myndum setja ljós í eitthvað af þeim dósum sem eru hér í loftinu kostaði það formúu jafnvel í ódýru búðunum. Ég skoðaði hönnurnarljós úr hangandi skeljaóróum í Epal....það kostaði 99.000. Mig langaði nú ekki einu sinni í það!

Fengjum við okkur nýtt eldhúsborð og stóla fyrir alla fjölskyldumeðlimina myndi það kosta hátt í mánaðarlaun kennara...miðað við að velja ekki það dýrasta.

Það logar ljós í mælaborðinu á bílnum okkar sem búið er að finna út að sé vegna þess að það þarf að skipta um frjókornasíu í pústinu.......25.000 kall þar.

Svo skilur Sölvi kallinn ekkert í því að hann hafi aldrei farið til útlanda.....hann skilur það kannski þegar hann er búinn að fara í Kennó!

Djók......mínir ætla allir að verða atvinnumenn í fótbolta....ég bíð bara með ljósin þangað til þá!


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
17.10.2006 23:03:41
Hæ Kjútí Pæ.. fann þig online!! En hvað er þetta með bílinn þinn, er hann með frjókornaofnæmi..???
Þetta lagði Marta Henríetta í belginn
18.10.2006 21:40:53
Ótrúlegt að þetta geti verið til!!!!
Þetta lagði Rakel Guðmundsdóttir í belginn
22.10.2006 15:06:44
Já kennaralaunin eru ekki til þess fallin að lifa hátt :/ Er svo heppin líka að þótt ég eigi bara stelpur þá ætlar a.m.k. önnur að verða atvinnumaður í fótbolta, held þó að þínar líkur á góðri elli vegna fótboltaiðkunar afkvæmanna séu betri en mínar, hehe.
Þetta lagði Bryndís í belginn