Rakel bloggar

 

Í fréttum er þetta helst....

Ég horfði á fréttir í kvöld bæði klukkan 7 og 10.....sem gerist ekki oft enda fellur fyrri fréttatíminn undir títtnefndan úlfatíma á mínu heimili. Maturinn var svo snemma á ferðinni hjá okkur í dag að drengirnir héldu því fram að þeir hefðu engan kvöldmat fengið þegar þeir fóru að sofa klukkan átta!

Elmar Logi var boðinn í fyrsta vinaafmælið utan fjöldkyldunnar og var mjög uppnuminn - vill nú helst flýta sínu afmæli aðeins og halda upp á það á morgun þó dagurinn sé ekki fyrr en á næsta ári!!

Eftir að drengirnir voru sofnaðir horfði ég á lokin á þætti um leiðtogafundinn í Höfða. Margt sem rifjaðist upp fyrir manni m.a. það að ég skrifaði ritgerð um fréttaflutning af fundinum þegar ég var í Fjölbrautinni á Akranesi á sínum tíma.

Núna þegar Gorbatjov kom til landsins til að minnast fundarins, þá fannst mér hann eitthvað svo kunnuglegur......ekki bara úr fréttum heldur eins og heimilisvinur! Það var eitthvað við hann sem gerði hann svo kunnuglegan....og ég er búin að komast að því hvað það er!!

Ef vel er að gáð þá gæti hann vel verið einn af Fossbræðrunum! Spáið í það þið sem til þekkið! Eins og Spaugstofumenn segja: Þetta skyldi þó ekki vera eitt allsherjar samsæri.....???!! Surprised


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
17.10.2006 19:15:23
já svei mér þá ef það er ekki bara svipur
etta lagi Særún belginn
18.10.2006 08:35:06
Ekki hafði mér nú dottið þetta í hug. Pæli aðeins í honum næst þegar ég sé hann.
etta lagi JH belginn