Rakel bloggar

 

Boðberi friðar

Yoko Ono er nú orðin ein af Íslandsvinunum. Friðarsúla er svo sem ekkert slæm hugmynd og Ísland eitt af herlausu löndunum í heiminum (hvað skyldu þau annars vera mörg?)..............

............ en Yoko syngur ekkert betur núna en síðast þegar ég heyrði í henni og því var hálf pínlegt að sjá Vilhjálm borgarstjóra og félaga hans í fréttatímanum syngja Bítlalag............

...........Titill fréttarinnar var að leikskólabörn hefðu sungið með Yoko, en tóntegundin sem varð fyrir valinu passaði miklu betur fyrir Vilhjálm!!...........

..............Það myndi mamma allavega segja...............!!!

Davíð Þór kom með eina góða:

Að allir þrái alheimsfrið

er engin tímaskekkja.

En hvernig er að vinna við

að vera ekkja?

Tongue outWinkLaughing


Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!