Rakel bloggar

 

Fundir og aftur fundir

Ég er búin að fara á óvenju marga fundi sl. vikur. Það eru fundir í tengslum við nemendur og svo í tengslum við mín eigin börn.

Um daginn var námsefniskynning hjá Aroni þar sem ég bauð mig fram sem bekkjarfulltrúa eftir að löng þögn hafði staðið yfir.

Fór á fund með foreldrum 12 ára barna í Fossvogsskóla vegna óánægju með kennslu í list-og verkgreinum...sem er engin í árganginum.

Í gær mætti ég svo á fund með stjórn Foreldrafélagsins í skólanum. Reyndi að fela mig á bakvið blóm þegar verið var að skrá niður í nefndir en var fljót að ná mér í sneið af súkkulaðikökunni sem boðin var í tilefni 35 ára afmælis skólans!

Fyrir stuttu fór ég á fund í sambandi við lífsstílskönnun sem Sölvi er að taka þátt í og í síðustu viku var fundur á Garðaborg þar sem vetrarstarfið var kynnt.

Í næstu viku er svo foreldraviðtalsdagur á Garðaborg.

Ég er bara engin manneskja í þetta................... Wink


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
11.10.2006 23:09:18
Guð hvað ég skil þig þegar þú segist ekki vera manneskja í þessa fundi foreldra-þetta og foreldra- hitt bara leiðinlegt ...en að kaupa skó !!! gæti verið í því alla daga.
etta lagi Kristín Ármanns belginn
11.10.2006 23:15:43
Sagan um eplið og eikina stenst hvort eð er ekki......
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn