Rakel bloggar

 

Dagskráin

Laughing Þetta er hið ljúfa líf! Eftir að búið er að koma öllum út úr húsi á morgnana (Elmar Logi spyr á hverjum morgni hvort sé ekki frí á leikskólanum - eins og geðvondur unglingur!), ........ þá fer ég í leikfimi. Seinni helmingur júnímánaðar er minn sumarleyfistími þannig að þegar leikfiminni lýkur, nýt ég þess að fara ekki heim ef mig langar ekki til þess!

Í dag fór ég í heimsókn til Sigrúnar skólasystur minnar úr Kennó. Kom við í bakaríi og keypti með kaffinu og skoðaði framkvæmdir sem þau standa í á sínu heimili. Svo kom svo við hjá Iggu og Brynhildi í bakaleiðinni. Sverrir var ekki heima.

Þegar ég var búin þar kíkti ég svo í Ikea til að kaupa ýmsan bráðnauðsynlegan óþarfa - og þá var kominn tími til að sækja litla skaphundinn á leikskólann.

Á morgun kemur svo nýr dagur og ég nýt þess að vera ekki búin að ákveða hvernig ég ætla að eyða honum! Wink


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
15.06.2006 15:13:05
Þá skiljum við hvers vegna við náum ekki í þig á morgnana. Förum í hvalaskoðun kl. 9 í kvöld í boði Árna. Erum núna að fara í golf.
etta lagi GHF belginn
16.06.2006 10:53:54
Já, eftir langan og strangan vetur eiga kennarar sko skilið að fá svona sinn tíma :) gott hjá þér Rakel. Viðurkenni alveg að ég öfunda þig smá af langa sumarfríinu en er samt ekki alveg tilbúin að fara að kenna aftur til að öðlast það ;)
etta lagi Bryndís belginn