Rakel bloggar

 

Gleðilega páska!

Ættingjar og vinir nær og fjær! Gleðilega páska!

 

Við höfum haft það ljómandi gott í páskafríinu, sofið út, verið mikið til heima við og undirbúið veislumat á hverjum degi!

Mamma og pabbi komu suður og við fórum í fermingarveislu hjá Mörtu á skírdag. Á föstudaginn langa keyrðu þau svo norður á Hólmavík til Sverris og Iggu en þau komu heim með 5. fjölskyldumeðliminn hana Guðnýju litlu, daginn áður.

 Á föstudaginn langa fór Elmar  í gistiheimsókn til ömmu sinnar og daginn eftir bónuðum við og þrifum bílinn en það var einmitt á verkefnalista leyfisins og því ekki seinna vænna! Það var bongóblíða hér í Fossvoginum og vel hægt að sitja í sólinni á pallinum!

Dagurinn í dag hófst á hefðbundinn hátt með páskaeggjaleit drengjanna - þeir hafa reyndar óskaplega litla þolinmæði í svona leiki og spursmál hvort fyrirhöfn foreldranna er þess virði ;) Elmari fannst ég gefa "lélegar vísbendingar" og þeim eldri fannst eggin falin á "geðveikt erfiðum stöðum". Aron er reyndar kominn með reynslu og leitar kröftuglega með tilheyrandi göggum og góli!

Ásta tengdamamma kom í mat til okkar í kvöld - við elduðum hreindýr með tilbehör - og Sölvi fór svo með henni í Gullsmárann til að gista.

Í eftirmat ætluðum við að borða lífrænan ananas (með rjóma) en hann stóðst ekki væntingar..... æ kannski maður fái sér ööööörlítinn bita af páskaeggi númer 5 ;)


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
13.04.2009 11:07:31
Sæl frænka og gleðilega páska (þó seint sé).
Bestu kveðjur og hamingjuóskir til nýju frænkunnar og fjölskyldu hennar.
Ég var svo heppin að geta slegið saman því lífræna og súkkulaðinu því að mér áskotnaðist nefnilega eitt öndvegis páskaegg úr "the finest organic ingredients, sourced from farms that have met the Soil Association´s strict organic standard". Legg ekki meira á þig.
Þetta lagði Nína í belginn
13.04.2009 16:05:41
Nína, þarf ekki að skammstafa svona páskaegg?

Hér á Hólmavík hefur verið lítið um lífræn páskaegg. Vorum með 6x no.4 páskaegg sem voru vel falin í húsinu hjá okkur. Þolinmæðin er heldur ekki mikil hjá okkar fólki en þetta hafðist samt allt á endanum.
Þetta lagði Sverrir í belginn
13.04.2009 19:41:50
...Sverrir bróðir þarf sko að hafa nóg af felustöðum í sínu húsi!
Þetta lagði Rakel í belginn
19.04.2009 21:56:43
Vá hvað ég hefði ekki haft húmor fyrir því að þurfa alltaf að leita að páskaegginu mínu í dyrum og dyngjum.
Þetta lagði Marta í belginn