Rakel bloggar

 

Kominn glámur í fjölskylduna....

....nei, nei, ég er ekki að opinbera það að Sverrir hafi eignast strák, heldur segja frá því að nú þarf elsti maður að fá gleraugu!

Man eftir því þegar Sverrir bróðir var lítill og kvartaði sáran yfir því að sjá ekki hitt og þetta, pírði augun fyrir framan sjónvarpið og sagðist þurfa að fá gleraugu, en enginn trúði honum! Á endanum þurfti drengurinn auðvitað gleraugu lengi vel - þó að hann hafi nú nýverið látið skera gallann úr sér!

Aron er búinn að kvarta lengi, segist ekki sjá á töfluna í skólanum og þurfi pottþétt gleraugu. Hann er reyndar líka búinn að óttast mikið að þurfa spangir, var pottþéttur á því á tímabili þangað til tannlæknirinn sagði honum að svo væri ekki. Fyrir nokkru fór hann svo í sjónpróf hjá skólahjúkrunarfræðingi sem staðfesti gruninn, en augnlæknir kveður alltaf upp endanlegan "dóm".

 Þar sem ég þurfti að sækja Sölva lasinn í skólann eftir hádegi í dag og var heima á skrifstofutíma - lét ég loks verða af því að hringja og panta tíma. Eins og sönnum sveitamanni sæmir leit ég hýru auga til næstu viku, upp á að tíminn myndi henta okkur sem verðum þá í páskafríi!! Nei. nei, stráksi fékk tíma í lok júlí takk fyrir! Ritarinn lofaði samt að setja okkur á biðlista upp á að komast fyrr að.

Klukkutíma seinna var svo hringt í okkur þar sem losnaði óvænt tími og við brunuðum af stað - til að fá ofangreindar fréttir! Eins og er þarf hann bara að nota gleraugun þegar hann er í skólanum eða í leikhúsi og bíó, en síðar þarf hann mjög líklega að ganga með þau.

Nú erum VIÐ búin að velja umgjörð og megum sækja gleraugun á morgun.

Já - og Þrándur skírði getraunafélagið sitt Glám og Skrám um daginn.......!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
31.03.2009 19:52:24
Í júlí? Ég vissi að það væri löng bið til að komast að hjá augnlækni en 4 mánuðir...?!?
Gott að þið gátuð fengið þennan tíma sem losnaði í dag, hefði nú verið verra að sjá ekkert í bíó fram í júlí ;)
etta lagi Sigurrós belginn
31.03.2009 22:42:33
3-1 fyrir mig......
etta lagi Friðgeir belginn
03.04.2009 22:55:07
Hey, ég skíttapa þessum leik...
etta lagi Sverrir belginn