Rakel bloggar

 

Nagg og nöldur!

Í miðjum logandi óeirðunum í borginni þeytist minnsti maður á brókinni einni saman um allt húsið.

Mamman: Vertu nú í fötunum þínum svo að það slái ekki að þér!

Minnsti maður: Tarsan er ekki í fötum mamma!

 

Heldur áfram að hoppa, skoppa og snúast í hringi hvort sem er á gólfi eða í sófa - allir í kringum hann gjörsamlega að missa tökin á kennslufræðinni og komnir á taugina! Eftir skrautlega tannburstun þar sem burstinn varla rataði á munninn vegna fyrirgangs þess stutta er hann beðinn að þvo hendurnar.

 

Minnsti maður: Ég þarf ekki að þvo hendurnar á leikskólanum!

Mamman (andstutt): Nú þess vegna fá börn á leikskólum njálg!

Minnsti maður: "Njálg" hvað er það?

Mamman: Litlir ormar sem láta þig hreyfa þig svona mikið......kannski þú sért kominn með svoleiðis víst þú þeytist svona um!

Minnsti maður: Íþróttaálfurinn hreyfir sig svona mikið - sko hann gerir svona: !!!!!!!###########&&&&&&&&%%%%%%%%%%% hviss bang!

 

Kannski þess vegna sem ég hef aldrei getað horft á heilan þátt með íþróttaálfinum!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
22.01.2009 21:56:27
Kannski er íþróttaálfurinn bara með njálg???
etta lagi Sverrir belginn
22.01.2009 22:26:19
Hahaha! :) Alltaf svo gaman að heyra skemmtilegar sögur af minnsta manni ;)
etta lagi Sigurrós belginn
23.02.2009 17:15:36
Jæja nú er ég byrjuð aftur að blogga, nú þú ;O)
etta lagi Áslaug Ýr belginn