Rakel bloggar

 

Fésið og bloggið

Þegar ég var lítil var sungið "video killed the radio star".

Sms - in og tölvupóstbréf hafa með tímanum komið "í stað" sendibréfa........eða  þannig!

Núna held ég að fésið sé að gera út af við bloggið!

Undanfarið hefur það allavega komið í veg fyrir öll skapandi skrif hjá mér og kannski hjá mörgum af mínum daglegu bloggrúntsvinum!

Léleg þróun - eða hvað!

 

Hún tengdamóðir mín síunga á annars 80 ára afmæli í dag! Hún og Þrándur buðu til veislu hér heima hjá okkur á sunnudaginn og fögnuðu sameiginlegum 120 árum!

 


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
25.11.2008 13:54:36
Til lukku! Hugsaði til ykkar á sunnudaginn.
Þetta lagði Rebekka í belginn
25.11.2008 21:05:53
Til hamingju með það.
Þetta lagði Friðgeir í belginn
27.11.2008 08:57:10
Til hamingju með liðið.
Þetta feis er merkilegt fyrir margt en er svo sem ekkert merkilegt eftir allt.
Maður getur týnt tímanum ef maður dettur inn í að skoða allt á þessu.
Þá mæli ég frekar með smá bloggi.
Þetta lagði Sverrir í belginn
27.11.2008 09:18:14
Æj, það vona ég nú ekki að fésið geri útaf við bloggið.
Þetta lagði Frú Sigurbjörg í belginn
30.11.2008 23:28:00
Hef einmitt verið að hugsa þetta, en ég held ég reyni að blogga pínu áfram. Mér finnst svo gaman að lesa það síðan eftir á og rifja upp hvað á daga manns dreif. Fésið þjónar ekki alveg þessum dagbókartilgangi.
Þetta lagði Bryndís í belginn