Rakel bloggar

 

4 fyrir 300

Ég kom við í ónefndri lágvöruverslun í dag til að kaupa mér kerti. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema að hjá kertunum var skilti sem á stóð "4 kerti fyrir 300".

Ég greip strax 4 kerti en bætti svo við öðrum fjórum því ég ætlaði að borga með korti ....dæmigert..;) Þar sem ég á 5 arma kertastjaka fór ég samt að hugsa að talan væri stakanum ekki hagstæð - svo ég bætti við 2 kertum þannig að ég ætti tvo umganga í stjakann fína.

Þegar ég kom að kassanum pakkaði kassadaman kertunum í pappír - en hikaði svo eitt augnablik og taldi kertin vandlega - "uh. það eru 4 fyrir 300" sagði hún svo. Ég sagðist vita það, en ég ætlaði samt að kaupa 10. Daman unga hikaði enn meira og horfði dágóða stund út í loftið. Að lokum spurði ég hana hvort það væri kannski ekki hægt! Hún greip orð mín fegins hendi " Nei, það er ekki hægt"!!

Fliss, fliss, ég hef oft keypt kerti þarna í stykkjatali - þau eru bara hlutfallslega dýrari en tilboðið. Það er bara svo fjári erfitt að reikna út svona "hlutfall" þegar maður er undir pressu!

Engin furða að Ísland sé á hausnum! ;)


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
30.10.2008 22:07:22
gjrsamlega reytir af r gamansgurnar dag, mn kra :) g b spennt eftir nstu frslu, ert snillingur a toga munnvikin mn upp vi ;)
etta lagi Sigurrs belginn
31.10.2008 12:27:49
Fkkstu ekki a kaupa 10 kerti?
Gekstu bara t n ess a kveja? ;=)
etta lagi Sverrir belginn
31.10.2008 22:07:18
300/4 sinnum tu - Tvr pakkningar 600 + hlf 150 = 750
ljsi bankakreppu er etta ekki hgt.
etta lagi GHF belginn
01.11.2008 14:49:20
g lka 5 arma stjaka, hugsa samt aldrei t fyrir kassann svo g kaupi bara eins mrg og mr er sagt fyrir 300 kallinn, n ea 600 ea 900 kallinn ef v er a skipta.
etta lagi Marta belginn