Rakel bloggar

 

4 fyrir 300

Ég kom við í ónefndri lágvöruverslun í dag til að kaupa mér kerti. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema að hjá kertunum var skilti sem á stóð "4 kerti fyrir 300".

Ég greip strax 4 kerti en bætti svo við öðrum fjórum því ég ætlaði að borga með korti ....dæmigert..;) Þar sem ég á 5 arma kertastjaka fór ég samt að hugsa að talan væri stakanum ekki hagstæð - svo ég bætti við 2 kertum þannig að ég ætti tvo umganga í stjakann fína.

Þegar ég kom að kassanum pakkaði kassadaman kertunum í pappír - en hikaði svo eitt augnablik og taldi kertin vandlega - "uh. það eru 4 fyrir 300" sagði hún svo. Ég sagðist vita það, en ég ætlaði samt að kaupa 10. Daman unga hikaði enn meira og horfði dágóða stund út í loftið. Að lokum spurði ég hana hvort það væri kannski ekki hægt! Hún greip orð mín fegins hendi " Nei, það er ekki hægt"!!

Fliss, fliss, ég hef oft keypt kerti þarna í stykkjatali - þau eru bara hlutfallslega dýrari en tilboðið. Það er bara svo fjári erfitt að reikna út svona "hlutfall" þegar maður er undir pressu!

Engin furða að Ísland sé á hausnum! ;)


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
30.10.2008 22:07:22
Þú gjörsamlega reytir af þér gamansögurnar í dag, mín kæra :) Ég bíð spennt eftir næstu færslu, þú ert snillingur í að toga munnvikin mín upp á við ;)
etta lagi Sigurrós belginn
31.10.2008 12:27:49
Fékkstu ekki að kaupa 10 kerti?
Gekstu bara út án þess að kveðja? ;=)
etta lagi Sverrir belginn
31.10.2008 22:07:18
300/4 sinnum tíu - Tvær pakkningar á 600 + hálf á 150 = 750
Í ljósi bankakreppu er þetta ekki hægt.
etta lagi GHF belginn
01.11.2008 14:49:20
Ég á líka 5 arma stjaka, hugsa samt aldrei út fyrir kassann svo ég kaupi bara eins mörg og mér er sagt fyrir 300 kallinn, nú eða 600 eða 900 kallinn ef því er að skipta.
etta lagi Marta belginn