Rakel bloggar

 

Nú er úti......vindur!

Á meðan rigning og rok bylur á rúðunum hérna hjá okkur höfum við það notalegt fyrir framan sjónvarpið.

Fyndið hvað maður er orðinn vanur að tala í fleirtölu - því ég sat þar raunar ein! Þrándur fór í veiðiferð......ekkert nýtt! Aron fór í bíó með fótboltaflokknum og yngri tveir höfðu ekki alveg þolinmæði til að horfa á söfnunarþáttinn sem var verið að sýna.. þegar þeir komust að því að það var ekki verið að kjósa um atriðin sem voru sýnd í þættinum ;) Keppnismenn þar á ferð! Hringdum samt og gáfum þúsundkall svona til að sýna lit.

Fór með Særúnu í mjög fyndinn leikfimitíma í dag. Yfirskriftin var brennslupilates....fyrir þá sem hafa ekki kynnst pilates eru það styrktaræfingar sem eru gerðar hægt eftir kúnstarinnar reglum, taka gífurlega á án þess að þér finnist þú vera að reyna á þig. Þetta var hins vegar dálítið einhæft, svona labb á staðnum lengi, lengi lengi....alveg í 45 mínútur. Engin íhugunartónlist í lokin og allt of fáar pilates teygjur - en þær eru æðislegar. Aftur á móti er konan sem kennir alveg yndisleg, svo kannski fer maður bara aftur næsta föstudag. Heiti potturinn klikkaði heldur ekki á eftir!

Nú er að njóta helgarinnar heima við, næstu 4 helgar eru bókaðar í alls kyns skemmtilegheit!


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
20.09.2008 12:33:12
já þetta var bráðfyndið og kellingaleikfimi rétta orðið en heiti potturinn er snilldin ein og einkennilegt að ekki skuli fleiri njóta hans svona í lok vinnuvikunnar. Hafðu það gott um helgina og hlakka til að sjá þig hjá Diddu eftir helgi
Þetta lagði Særún í belginn
21.09.2008 23:09:39
Ha?

Þetta lagði Sverrir í belginn
21.09.2008 23:10:33
Labbaðir'ðu á staðnum í 45 mínútur?

Þetta lagði Sverrir í belginn