Rakel bloggar

 

Bongó

Það er víða bongó blíða þessa dagana...nema á þeim stað sem við ætlum að heimsækja næstu daga :)

Í dag var bara varla hægt að sitja kyrr í forsælu vegna hita hér í Fossvogi!!!!! Rebekka og Rebekka Kristín komu til okkar snemma í morgun þar sem heimilisbíllinn þeirra var að fara í viðgerð. Við sátum hér heima með þetta þæga ungabarn sem svaf nánast allan daginn í rúmi frænku sinnar og býsnuðumst yfir hitanum og ágangi geitunganna sem eru því miður að vakna til lífsins :(

Við Elmar Logi leggjum í hann á morgun með Guðrúnu frænku og fjölskyldu. Verðum þó í símasambandi - fyrir þá sem vilja monta sig af góða veðrinu!!!!


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
30.07.2008 18:40:23
Fínn hiti á Vestfjörðum
Þó svo að við séum ekki í neinni keppni við hina á landinu þá er búið að vera nokkuð heitt hér á Hólmavík, 18-20,4°c.
Það þykir okkur gott og er nóg til þess að krakkarnir stríplist í garðinum;-)
Annars verður bara vinna hjá mér um helgina, þrátt fyrir að það sé í raun fríhegi.
Þetta lagði Sverrir í belginn
10.08.2008 22:40:15
Jæja ertu komin til byggða??? Fer þá ekki að koma tími á ræktina, ég hef ekkert farið, frétti að Didda yrði í fríi út ágúst svo ekki þýðir að bíða eftir henni, verð að koma mér í gírinn fyrr en það. Heyrumst fljótlega
Þetta lagði Særún í belginn