Rakel bloggar

 

Tilviljanir og gleymska

Þar sem ég sat á hárgreiðslustofunni í gær fór það ekki fram hjá mér að eigandinn, systir hennar sem vinnur hjá henni og systurdóttir þeirra sem er með snyrtistofu á sama stað - voru allar á leið á Mærudaga á Húsavík. Mikil spenna ríkti yfir ferðinni hjá fjölskyldunum öllum!

Ég gat auðvitað ekki orða bundist og sagði þeim að ég ætti foreldra á staðnum. Þær fylltust miklum áhuga og spurðu hvar þau byggju - því bærinn skiptist í vissa liti varðandi skreytingar -  eftir hverfum. Á meðan hún nuddaði hársvörðinn á mér við vaskinn sagði ég henni að þau ættu gamalt hús nánast í skrúðgarðinum, sem héti Vilpa.

Hárgreiðsludaman hálf veinaði og hætti að nudda hársvörðinn " ertu að segja satt - við ólumst allar upp í þessu húsi"!!!!!! Hún sagðist hafa fengið létta gæsahúð því húsið hefði verið í hennar ætt lengi og hefði verið það síðast þegar hún var á Húsavík!!

Nú á ég von á því að hárgreiðsludömurnar mínar lendi bara í mat hjá mömmu og pabba um helgina - allavega væri ekki úr vegi fyrir þær að tjalda í garðinum fyrir utan Vilpuna þar sem tjaldstæðið á staðnum var að fyllast!! :)

Svona eru nú tilviljanirnar!

Fyrir þá sem bíða eftir umfjöllun um seinni hluta fyrirsagnarinnar - þá lét ég Þránd hringja í mömmu áðan til að óska henni til hamingju með daginn! Elmar var búinn að syngja afmælissönginn fyrir hana í bílnum í dag og allt...............en hún á ekki afmæli fyrr en á sunnudaginn......!

Hvað finnst ykkur um það? Beit þetta bara í mig.....:)


Leggja or belg
7 hafa lagt or belg
25.07.2008 22:46:57
Þið systkinin passið ykkur að vera tímalega í þessum hamingjuóskum. Friðgeir var örugglega fystur að óska Þrándi til hamingju með 40 árin.Við ætlum að fara til Húsavíkur á morgun og gista. Ná tvöfaldri afmælisveislu og Mærudögum.
etta lagi Inga mágkona belginn
25.07.2008 23:50:23
Bestu afmæliskveðjur norður!
Það þarf nú ekki alltaf að fara norður í land til að komast í sæmilega hlýju - hitinn fór í 26° í Kjósinni í dag!
etta lagi Nína belginn
26.07.2008 16:37:27
Fliss, ég er líka hrikaleg í afmælisdögum. Talandi um hita, 32 á mælinum hjá mér og ég dó næstum áðan þegar ég hjólaði út í búð.

Sendu afmæliskveðju norður frá okkur :O)
etta lagi Áslaug Ýr belginn
26.07.2008 19:27:46
þetta með gleymskuna!! Ég var búin að hugsa mér að muna eftir Þrándi (og Berglindi)En segi bara núna til hamngju!! Þetta eru nú yfirleitt heitir dagar hjá okkur í útlöndum, og þá létt að gleyma :)
etta lagi olga belginn
26.07.2008 19:42:06
Höfðum einmitt á orði að við værum búin að toppa Friðgeir - og það vel- þar sem hann óskaði Þrándi til hamingju með afmælið með miklum virtum....sólarhring of snemma!! Við vorum tviemur dögum of snemma á ferðinni:)
etta lagi Rakel belginn
27.07.2008 11:32:35
En þegar maður er tveimur dögum á undan áætlun, kallast það þá ekki fyrirhyggja frekar en gleymska?
etta lagi Marta belginn
27.07.2008 20:15:04
Góður punktur..!
etta lagi Rakel belginn