Rakel bloggar

 

Geitungar

Ég er búin að vera frekar lukkuleg með það hversu fáir geitungar eru á sveimi þessa dagana. Henríetturnar komu í pallakaffi til mín í gær og það eina sem flaug yfir borðið (fyrir utan brandarana okkar) voru víðifræin hvítu sem eru eins og snædrífa um allt.

Ég var reyndar búin að sjá gamalt geitungabú undir steini sem er fyrir utan eldhúsgluggann hjá okkur. Hugsaði með mér að geitungarnir hefðu sennilega búið þar á meðan við vorum úti en það sýndist óhrjálegt og yfirgefið.

Ekki nema von.......það var nefnilega í smíðum!!!!!!! Nú er allt á fullu í búinu, stöðugur straumur inn og út og ég ekki með nógu haldgóðar upplýsingar um hversu sterkt eitur þarf til að vinna á kvikindunum.

Hringi norður strax á morgun!

 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!