Rakel bloggar

 

Simablaðið

Ég hef aldrei getað munað tölur svo einhverju nemi! Síma- og húsnúmer snúast auðveldlega við í kollinum á mér - hvað þá aldur fólks og kennitölur.

Símaskrá í farsímum var því frelsun fyrir mig á sínum tíma. Heimasíma fólks set ég gjarnan þar inn líka ..........en - ég á ennþá gamla símablaðið mitt sem er plöstuð handskrifuð síða úr gamalli símaskrá.

Verð nú að fara að endurnýja það með einhverju móti. Þar á blaði er nefnilega bæði fráskilið fólk og löngu látið! Hvað finnst ykkur um það?

 

Kolbrún Olga frænka á afmæli í dag! Kannski var hún mér ofarlega í huga en ég er ekki frá því að ég hafi séð mynd af tvífara hennar í Mogganum í dag! :)


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
27.05.2008 12:41:38
Jú Rakel, nú endurnýjar þú blaðið ;) Til hamingju með stúdentsafmælið annars og samhryggist með "afa Skóda". Hugsa líka hlýtt til frænku í Þorlákshöfn í tilefni dagsins. Kveðjur úr Kópavogi, Bryndís
Þetta lagði Bryndís í belginn
27.05.2008 20:53:45
Það er aldeilis fjör á blogginu, maður hefur bara ekki undan! Er það vorlyktin sem hefur þessi áhrif?
Þetta lagði Marta í belginn
30.05.2008 19:22:31
Skjálfti
Kolbrún Olga er orðin 10 ára. Það fór ekki á milli mála að maður stækkar og þroskast. Hún skipulagði afmælispartý með 4 vinkonum.....sem var þannig að Reynir "skutlaði" þeim í keilu um hádegisbil á Júróvisjóndaginn mikla. Leikið í stund eftir heimkomu og endað úti að borða pítsu og fylgst með keppninni á flatskjá á veitingastaðnum....afmælinu lauk svo þegar útivistartíma lauk...kl.22!
Já...toppaðu þetta stuð!

Við Kolbrún Olga vilum endilega sjá tvífarann hennar...vonum að þú hafir geymt myndina!

Skálftinn er búinn...við erum búin að ná áttum og ykkur er alveg óhætt að fara að koma í Höfnina!
Þetta lagði Rebekka í belginn
31.05.2008 16:44:02
Skjálftinn fannst hér á Hólmavík líka. Þetta var nú reyndar eins og þægilegt vagg í smá stund hjá okkur.

Símanúmerablað!
Þú þarft bara að grafa upp gamla símanúmerabók eða svona heimaspjaldskrá, við erum með eina svoleiðis sem við notum aldrei.
Þetta lagði Sverrir í belginn