Rakel bloggar

 

Stök færsla...

Já svona er ég - rek á eftir öðrum bloggurum en slæ slöku við sjálf! Engar fréttir eru bara góðar fréttir - en skemmtilegustu færslurnar finnast mér nú vera þær sem ekki teljast til frétta!! :)

Við í Ljósalandinu unnum vorverkin í garðinum um helgina. Ætluðum nú bara að klippa nokkrar trjágreinar - en það endaði með að ég rakaði ofan af beðum og allt - þó alltaf megi nú eiga von á hreti ennþá. Svolítið á skjön við helgarveðrið á Húsavík þar sem allt er á kafi í snjó og virðist ekki ætla að verða lát á! Það er svolítið blekkjandi að hafa páskana svona snemma - ég reyndi meira að segja að drekka morgunkaffið á pallinum í morgun - en það var nú kannski fullkalt!

Sunnudagsandleysið er svo yfirþyrmandi að ég stoppa að sinni........!


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
08.04.2008 08:11:42
Það var líka klippt og sagað (með stóru söginni) í Nökkvavoginum en hrífan var ekki tekin út. Spekingarnir segja að það eigi alls ekki að hreyfa beðin fyrr en kominn er maí, það getur enn komið hörkufrost sem á þá greiðari leið niður að rótunum ef búið er að losa um jarðveginn - það liggur í augum uppi! Því ekki alslæmt að hafa snjóinn aðeins lengur - hann bara hlífir gróðrinum svo litið sé á björtu hliðarnar.
Vorkveðjur til ykkar allra
etta lagi Nína belginn
08.04.2008 17:56:01
Maður ræður bara ekki við sig!!! Í dag var þriðji kaffibolladagurinn á pallinum hjá mér í Fossvoginum!
etta lagi Rakel belginn
09.04.2008 18:52:44
Nei.. nú fer maður bara að mæta á pallinn sko!!
etta lagi Marta belginn
10.04.2008 11:29:58
Garðurinn reddast hjá þér þrátt fyrir að þú sér búin að raka af beðunum, er ekki kominn snjór yfir beðin hjá þér núna?
etta lagi Sverrir belginn