Rakel bloggar

 

Sjaldan er ein báran stök..

Íslenskukennarinn ég var með kynningu á nokkrum vel völdum málsháttum hjá 1. bekk fyrir páskana. Einn af málsháttunum var einmitt fyrirsögnin á þessari færslu. Ég lagði mig mikið fram um að útskýra hann; kom labbandi eftir stofugólfinu og rak mig illilega á töfluna - gekk áfram og missteig mig.....og þá gat ég sagt "sjaldan er ein báran stök".

Svo getur þetta bara gerst í alvörunni. Á krepputímum eins og núna er ekki gott að vera búinn standa í veisluhöldum, kaupa kaffivél í kotið, hvítan kórbúning í Kultur, borga kórgjöldin, fara á árshátíð, fara með þvottavélina í viðgerð og.......... mölva svo á sér jaxl í þokkabót!!!!!!

Þó ég leggi mig mikið fram við stafainnlögnina í 1. bekk, leiki og ýki allt sem ég mögulega get - þá var það ekki viljandi sem ég braut jaxlinn í dag, jafnvel þó ég væri að kenna þeim X/x!

Ég fékk neyðartíma hjá tannlækninum seinnipartinn og kom út með heilan jaxl og 16.000 krónum fátækari. Fékk mestu deyfingu lífs míns - var á tímabili handviss um að um læknamistök væri að ræða og ég yrði aldrei söm, en þetta er nú allt að koma.........

.............það má samt með sanni segja að sjaldan sé ein báran stök.......í peningaútgjöldunum:)


Leggja or belg
6 hafa lagt or belg
27.03.2008 12:48:29
Hæ hæ og takk fyrir síðast!

Fékkstu ekki örugglega nýja jaxlinn á gamla verðinu?

Hilsen fra dk.
etta lagi Áslaug Ýr belginn
27.03.2008 13:41:07
Haha, þetta er nú fullmikið á sig lagt til að kenna sexáringum málshætti ;)
etta lagi Bryndís belginn
27.03.2008 23:18:48
Ha, ha! Jafn auralaus eftir sem áður....
etta lagi Rakel belginn
31.03.2008 19:47:26
Sælir eru fátækir......Eða þannig;)
etta lagi olga belginn
04.04.2008 18:33:46
Njahh.. þessi bára fer nú samt að verða soldið stök - það kostar nú ekkert að blogga ;)
En takk fyrir kíkkið í gær, þú virtist nú alveg óbrotin enda málsháttatímabilinu lokið í bili.
etta lagi Marta belginn
06.04.2008 23:00:24
er mín bara alveg búin á því
Mér finnst þú nú alveg geta sagt okkur eitthvað nýtt og skemmtilegt, sérstaklega þar sem við sjáumst sennilega eitthvað lítið í ræktinni næstu vikur. :(
etta lagi Særún belginn