Rakel bloggar

 

Stressið á undanhaldi - ennþá!

Meira hvað ég get stressað mig yfir sumum hlutum en öðrum ekki!! Ég er til dæmis miður mín hvað við í kórnum eigum langt í land með sum lögin sem eiga bráðum að vera tilbúin! Ég er oft voða áhyggjufull yfir því að fá ekki ókeypis stæði í miðbænum þegar ég fer í söngtímana á fimmtudögum. Eins get ég orðið massa stressuð (a la Áslaug frænka) yfir því að vera orðin of sein á morgnana!

Ég var því alveg tilbúin að segja "já" við spurningu tengdamóður minnar í dag um "hvort ég væri ekki orðin stressuð". Ha, jú - en bíddu yfir hverju annars?

Jú, hún átti auðvitað við fermingarundirbúninginn!!! Ó nei - það fer nú bara sem fer! Það er alltaf eitthvað sem verður á síðustu stundu ..... og getur ekki annað!

Kannski engin furða að hún leggi til kökur þar sem ekkert er undir 30 sentimetrum í þvermál og fátt undir þremur hæðum!!!

Þetta verður nú að vera myndarlegt!


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
16.03.2008 13:16:26
Þá er dagurinn runninn upp svona líka bjartur og fagur. Góða skemmtun í dag og innilega til hamingju með drenginn. Vona að kertin komi vel út.
Þetta lagði Særún í belginn
17.03.2008 08:42:23
Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra.
Bestu kveðjur.
Þetta lagði Nína í belginn
18.03.2008 20:10:18
Til hamingju með drenginn - er allur vindur úr ykkur?
Þetta lagði Marta í belginn