Rakel bloggar

 

Emil og turtles

Þess ber nú réttilega að geta að búðarkeypti diskóskjaldbökubúningurinn sem yngsti maður fékk frá foreldrunum í afmælisgjöf, var vafinn utan um ritsafnið um Emil í Kattholti!

Mér datt nú í hug að jafnvel yrðu nokkur ár í að hann hefði þolinmæði til að hlusta á sögurnar - en viti menn, hann lifir sig alveg inn í lesturinn og er meira að segja búinn að koma sér upp "pottlu" sem er nafnið á húfunni hans Emils!

 

Sá stutti: "Mamma, er kóræfing á morgun?"

Mamman: "Já"

Sá stutti: "Ooooooo, þá geturðu ekki lesið fyrir mig framhaldssöguna um Emil"

Já - kóræfingarnar taka sinn tíma!!!!!!:)


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
05.03.2008 22:09:20
Komin í kór já, má maður spyrja hvaða kór? Og er ekki búið að bóka tónleikaröð eftir alla söngtímana? Hlakka til að heyra þig syngja aftur :)
Þetta lagði Bryndís í belginn
06.03.2008 19:02:42
Hljóðbók?
Já þessi hobbý taka tíma! Þú þyrftir að fá þessar bækur á hljóðbók þannig að ef þú getur ekki lesið þá er bara spilaður einn kafli í staðinn:-)
Þetta lagði Sverrir í belginn
06.03.2008 20:52:55
Kórinn er Kvennakór Reykjavíkur og söngtímar byrja á því að rífa niður sjálfstraustið...en svo fer maður vonandi að byggja upp!
Mömmusjúkir menn láta sér ekki nægja hljóðbækur!
Þetta lagði Rakel í belginn