Rakel bloggar

 

Elsti og yngsti á mynd

Miðjumaður á nú nokkur gullkornin sem hafa fengið að fjúka með hér á síðunni minni. Hann var hinn hressasti í dag þegar ég kom heim úr vinnunni, enda á leið í áttræðisafmæli hjá tónmenntakennaranum sínum.

Nei, þetta er ekki prentvilla! Að sögn miðjumanns fékkst bara enginn kennari í haust svo Sigurður Norðdahl tók kennsluna að sér - þrátt fyrir háan aldur. Í dag var börnunum svo boðið í áttræðisafmælið, þar sem þau sungu m.a. þjóðsönginn fyrir afmælisbarnið sem og fyrir fyrrverandi og núverandi forseta, geri aðrir betur!

Fermingarundirbúningur vofir enn yfir, í dag keyptum við skóna! Þá eru fatakaup frá, klippingin eftir og svo höfum við ekki ennþá munað eftir að panta myndatökuna!

Miðjumaður hefur reyndar ekki ratað inn á nýjustu fjölskyldumyndirnar - en það hafa yngsti og elsti maður gert!

 

 

Set hér með að gamni myndir frá kertagerðinni hjá fermingardrengnum og afmælisdegi þess yngsta.

IMG_4632.JPG

Rétt að byrja! Búinn að hafna lit móðurinnar og velja sinn!

IMG_4637.JPG

Kominn í gírinn - og skæru litina í kertagerðinni!

IMG_4657.JPG

Afrakstur kvöldsins í grænum tónum ........  og draumakertið í skæru litunum!

 

Yngsti maður 5 ára............!!!

IMG_4610.JPG

Ánægður með búðarkeypta búninginn frá foreldrunum!

IMG_4611.JPG

Alveg að fara í kast yfir þessari ómögulegu grímu! Merkilegt með búninga sem eru hannaðir á börn - það er alltaf eitthvað sem virkar bara á myndinni utan á umbúðunum! Þessi gríma endaði svo utan á sólgleraugum til að haldast einhvernveginn á andlitinu - og allir voru sáttir!

 

 

 


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
01.03.2008 13:09:57
Flott kerti og flottur búningur, valdi hann búninginn sjálfur?
Þetta lagði Sverrir í belginn
01.03.2008 17:02:01
Sætir strákar.
En ótrúlega diskólegur Turtles búningur!!!
Þetta lagði Marta í belginn
01.03.2008 22:22:02
Færðu ekki afslátt í kertagerðinni fyrir auglýsinguna?

Þetta lagði Nína í belginn
02.03.2008 23:54:37
Stórsniðugt að fá að gera fermingarkertin hjá frænkunum. Reyni að muna eftir því þegar ég fermi næst.
Þetta lagði Bryndís í belginn
03.03.2008 21:00:17
Búningurinn var valinn úr Hagkaupsbæklingi..hvað annað!

Kertin eru á góðu verði - svo fékk ég sendingu frá frænkunum - kerti í mínum lit! :)
Þetta lagði Rakel í belginn