Rakel bloggar

 

Fermingarpælingarnar

Já núna tengist önnur hver hugsun fermingarundirbúningi á einn eða annan hátt enda styttist í 16. mars.

Hversu mikið mál er hægt að gera úr svona guðlegum málum!! Það er nú stóra málið!

Á að kaupa jakkaföt - þau verða að vísu aldrei notuð aftur...? Mig langar mest að kaupa töff föt sem verða notuð eitthvað - fermingardrengurinn ætlar að kanna málið hjá hinum, því hann vill ekki "skera sig úr"! (Mamma hans gerði það nú á sínum tíma og fermdist í indíánakjól þegar allir voru í köflóttum pilsum eða reiðbuxum).

Á að kaupa veitingar.....- fermingardrengurinn valdi kökuveislu.......við bökum bara sjálf með aðstoð ættingja!

Boðskort.......í gamla daga var bara hringt í fólk! Var heppin - bjó til kort á stuttum tíma og áskotnaðist fallegur pappír - gekk eins og í sögu! Var búin að fá tilboð frá prentþjónustu sem hljóðaði upp á 12.000......! Slapp vel þar! Gengur hægar að skrifa og senda.....!

Notar maður pappírsdúka eða taudúka? Eða bara hvort tveggja..?

Leigir maður stellið eða notar hitt og þetta?

Á að splæsa í 4500 króna útskorna fermingarstyttu? Mamma, hvar er mín? (Man að við Edith hlógum alltaf að munninum á fermingarstyttunum - þær voru allar svo viti sínu fjær......)!

Já þetta eru pælingar dagsins!


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
20.02.2008 23:56:52
Ég held ég panti hjá ykkur gullrassapappír.
Þetta lagði mamma í belginn
21.02.2008 00:34:46
Já, þetta er mikill höfuðverkur. Get upplýst þig um að engin var styttan hjá frænku hans í fyrra og saknaði hennar enginn. Get líka miðlað smá praktískum upplýsingum. Það komu milli 80 og 90 manns í veisluna og ég pantaði tvær 25 manna fermingartertur en önnur hefði dugað.
Þetta lagði Bryndís í belginn
21.02.2008 13:15:58
Hvað er fermingarstytta? Er kerti ekki bara nóg? Ekki voru áprentaðar servíettur í minni fermingu og ég man ekki til að það hafi kostað varanlegt tjón. Pappírsdúkar eru fínir og svo má bara henda einhverju ódýru tjulli yfir. Bara hafa þetta einfalt og gott og heimabakað!
Þetta lagði Marta í belginn
26.02.2008 21:02:55
Hey, tókst þú á móti syni mínum í Hlíðaskóla í dag? Hann sagði að það hefðu verið tvær konur, ein í rauðri peysu og hin í svartri og þær hefðu ekki sagt honum hvað þær hétu - en hann tók þó eftir fötunum, A true Gentleman hann sonur minn :)
Þetta lagði Marta í belginn
26.02.2008 22:49:51
Æ nei - hefði samt viljað fá hann til mín! Fróði hennar Völu kom til mín með Sólborg og Tryggvi Klemens sonur Kristínar Knúts sem kenndi í skólanum var líka hjá mér.....hefði átt að panta þinn líka!
Þetta lagði Rakel í belginn