Rakel bloggar

 

Nýju fötin.....

Fórum feita ferð í Kringluna í dag. Það er þannig að innkaupaandinn kemur yfir Þránd af og til - eða svona á tíu ára fresti! Þá er um að gera að hlaupa til og ljúka sem mestu af á sem stystum tíma - áður en andinn leggst aftur í dvala.

Við römbuðum inn í Herragarðinn þar sem allt var á helmingsafslætti - sem er nú ekki verra - ekki svo að segja að hlutirnir séu gefins - greip í jakkaföt á slá sem kostuðu 119.000!! :)

Ég hef sennilega haft orð fyrir okkur - í það minnsta beindi afgreiðslumaðurinn orðum sínum að mér þegar við vorum búin að skoða nokkur föt og sagði " uh, þetta er bara svo allt öðruvísi með karlmannsföt".

Hvað hann átti við? Jú, það þýddi t.d. ekki að fá skyrtur til mátunar heldur mátarðu bara sniðið og velur svo skyrtu úr hillunni! Skítt með það þó liturinn fari þér ekki  - eða hvað!

Við gerðum þetta auðvitað allt í vitlausri röð og ég hljóp um búðina - svona upp á gamla mátann - og tíndi til skyrtu og bindi við jakkafötin sem Þrándur (og ég) höfðum valið með afgreiðslumanninum, þannig að okkur tækist nú að halda mátunarklefanum svona rétt á meðan!

Á leiðinni að búðarkassanum með góssið fljótvalda þá kipptum við með einum jakka sem er fantafínn við gallabuxur, svo heimilisfaðirinn ætti að vera updeitaður til næstu 10 ára. (Við kaupum sko ekkert óklassískt).

Riðfjuðum svo upp á heimleiðinni fornar tilraunir til að kaupa karlmannsföt í tískuvöruverslunum! Það var sko ekki að gera sig!!! Í sérverslunum fyrir karlmenn færðu þjónustu, hálsinn er mældur og afgreiðslumaðurinn lítur á þig og veit hvað þú tekur í mittið með því einu að horfa. Þar eru föt sem passa - ekki þannig að síddin sé fín en herðarnar snollaðar (orð frá því í æsku) og ermarnar aðeins of stuttar.

Eitt að lokum......í kvöld datt það lag út úr söngvakeppninni sem við hefðum átt hvað mesta möguleika á að vekja jákvæða athygli með. Því miður!

 


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
27.01.2008 13:13:36
engin mynd af manni í fínum fötum ?
etta lagi mamma belginn
27.01.2008 16:59:31
Hættulegar ungliðahreyfingar
Já og lagið sem vinnur komst þó áfram þrátt fyrir að "spekingarnir" væru búnir að slá það af!
Falsetturkóngurinn tekur þetta vonandi ef samantekin ráð einhverra ungliðahreyfinga þröngvar ekki "hey, hey, hó, hó" laginu upp á okkur sem næsta Eurovision framlagi Íslands.
etta lagi sverrir belginn