Rakel bloggar

 

Án titils

Hef hreinlega ekki haft tíma í blogg undanfarið - það er svona að búa í Reykjavík! Það hefur nefnilega verið full vinna að fylgjast með borgarmálunum og uppfæra allar landsins samsæriskenningar, hvort sem þær tengjast stjórn borgarinnar, fatakaupum stjórnmálamanna eða jarðarför skáksnillings.

Fréttir af þessu öllu hafa verið alveg hreint með ólíkindum - eins og lélegt handrit að bíómynd. Samt fékk ég nú verulegan kjánahroll eftir kvöldfréttatímann þar sem sýnt var frá unglingunum sem hrópuðu ókvæðisorð og böðuðu út öllum öngum á pöllum Ráðhússins - æ ég veit það ekki -  þögul mótmæli hefðu virkað alveg jafn vel held ég! Hvað erum við bættari með því að einhver hrópi Villi tilli!!!

En að öðru - síðasta færsla mín var um inngöngu mína í kórinn. Öll vikan fór svo í að efast um að ég hefði verið að gera rétt! Ekki svo að skilja að mér litist illa á kórinn sjálfan - enda með eindæmum vel tekið á móti manni þar - en tíminn sem fer í þetta verður mikill, auk þess sem mig langar svolítið til að gera mikið úr söngtímunum mínum í vetur. Síðasta æfing var samt eiginlega of skemmtileg til að ég tími að hætta! Þetta kallast eiginlega að gleypa heiminn - en við sjáum hvað setur.

Ég fór sem sagt í þriðja söngtímann í dag, fékk lag til að æfa mig á heima og aflaði mér upplýsinga um hvað þarf að gera til að taka fyrsta stig í söng. Þá þarf ég að kunna 8 lög, syngja 4 fyrir framan prófdómara og sækja tónfræðitíma. Gæti nú verið gaman.....jafnvel þó að stefnan sé alls ekki sett á Scala!

Nú er ég sem sagt gólandi alla daga - í ævistarfinu fæ ég svo mín tækifæri! Nemandi minn (6 ára) sagði við mig einn daginn: Þú hefðir kannski frekar átt að verða söngkona Rakel- þú hefur bara ansi góða söngrödd!

Verst að hafa ekki fattað þetta áður en ég fór í Kennó! :)


Leggja or belg
6 hafa lagt or belg
25.01.2008 13:12:27
Húrra fyrir söngfuglinum!
Svo þarftu líka að vera í pilsi til að geta tekið stigspróf. Allavega var það svoleiðis í Tónlistarskólanum í Reykjavík þegar ég var þar - þ.e. kvenkyns söngnemendur urðu að vera í pilsi þegar þeir tóku próf.. ég mátti bara vera í ljótum gallabuxum ef ég vildi :P
etta lagi Marta belginn
25.01.2008 13:20:06
Sex ára krakkarnir í skólanum okkar eru greinilega mjög skarpir núna í ár ;) Ég tek sko undir með nemanda þínum, að þú hefur hreint ansi góða söngrödd! Finnst eiginlega verst að hafa ekki fattað þetta áður en ég gifti mig, þá hefði ég nú fengið þig til að syngja okkur inn í hjónabandið í kirkjunni :)

En Marta, ertu virkilega ekki að grínast með pilsaskylduna...? Voru það kannski bara við píanólufsurnar sem máttum mæta í buxum?
etta lagi Sigurrós belginn
25.01.2008 13:26:00
Er ekki málið að splæsa þessu saman og gerast söngkennari???
etta lagi Sverrir belginn
25.01.2008 16:55:55
það var vitað þegar þú varst tveggja ára að þú yrðir söngkona.Manstu þegar ég skráði þig í kórinn á Akranesi að þér forspurðri????
etta lagi mamma belginn
25.01.2008 22:12:09
Já og ég fór ekki í kórinn - fannst ég ekki nógu góð eða eitthvað!
etta lagi Rakel belginn
27.01.2008 14:33:52
Nibb,ekki að grínast - var allavega svona fyrir 10-15 árum þegar ég var þarna ;)
etta lagi Marta belginn