Rakel bloggar

 

Búin að öllu

Já hva - hún Bergljót í eldhúsinu ætti bara vita hvað ég er komin langt í jólaundirbúningnum. Ég má nefnilega ekki andvarpa í vinnunni þá segir hún  "mig skal ekki undra að þú sért þreytt, þú með svona stórt heimili"!

Það er nefnilega allt á góðri leið hér í bæ. Stofan þrifin í gær og jólatréð sett í standinn. Þvottur brotinn saman og ryksugað með nýju pokalausu ryksugunni! Það er búið að fara með eitthvað af gjöfum svo rúnturinn á morgun verður ekki eins langur.

Í dag var lokið við síðustu útréttingar fyrir klukkan 4 og nú er verið að undirbúa skötuveisluna - að sjálfsögðu með kveðjulesturinn í bakgrunni.

En annars er skemmtilegt að hlusta á kveðjurnar með athygli. "Sendum öllum ættingjum, vinum og óvinum innilegustu jólakveðjur"!

........án gríns!!

 En kæru blogglesendur:

 

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!


Leggja or belg
6 hafa lagt or belg
24.12.2007 00:13:18
Tók eftir þessu með vini og óvini. En hvar er Bubbi?
etta lagi GHF belginn
24.12.2007 01:20:58
Enn fyndnari kveðja hljóðaði svo:

Gleðileg jól til vina og ættingja nær og fjær. Engin jólakort í ár vegna elli.
Kveðja......

Óborganlegt!
etta lagi Rakel belginn
24.12.2007 11:24:58
Ég hefði kannkski bara átt að senda kveðju í útvarpið

Gleðileg jól öll sömul, ég tapaði jólakortalistanum mínum svo þið sem fáið ekki kort, ekki vera fúl ;O)

Jólakveðja úr Flauelsgrasinu
Áslaug og co.
etta lagi Áslaug Ýr belginn
24.12.2007 13:49:48
Gleðileg jól
Kæra frænka
Gleðileg jól og hafðu það gott, aldrei að vita nema göngutúrinn nái einhvern daginn yfir í fossvoginn :)
etta lagi Særún belginn
25.12.2007 17:59:10
Gleðileg jól!
Og gott og farsælt komandi ár.

Kveðja, frá Hólmavík.
etta lagi Sverrir belginn
27.12.2007 11:35:24
Jólakveðja með seinni skipunum
Bestu jólakveðjur úr Nökkvavogi, og þar sem áramótin eru nú næstu grösum óska ég ykkur alls góðs á nýju ári.
Kannski við sjáumst - hver veit?
etta lagi Nína belginn