Rakel bloggar

 

AĆ°ventan

Jæja, þá er aðventan byrjuð og maður veit að tíminn fram að jólum mun fljúga! Ég fór með strákana á jólaföndur í Fossvogsskóla á laugardaginn þar sem allir þrír máluðu keramikstyttu að eigin vali. Þær urðu bara ótrúlega flottar þó ég segi sjálf frá!

Sverrir og fjölskylda kíktu við í dag. Þau voru í bæjarferð, fóru í myndatöku með liðið sitt - verða nú örugglega með harðsperrur eftir það á morgun:) Afraksturinn verður örugglega flottur, enda engin þörf lengur að allir verði góðir á einni og sömu myndinni - allt fixað til eftirá!! Það var gaman að hitta litlu krúsirnar tvær en strákarnir voru farnir til pabba síns svo við hittum þá ekki núna.

Mér áskotnuðust í dag miðar á jólatónleika sem verða á morgun. Get ekki sleppt tækifærinu en varla meira en svo að ég viti hverjir koma fram!! Meira um það síðar.

Leyndarmálsverkefninu miðar áfram, kannski svolítið hægt miðað við að senn líður að jólum!! Sit við þegar ég get!

Er enn að hugsa um þetta með bókina, Sigurrós! Kristín Steins var um fertugt þegar hún gaf út sína fyrstu! ;) (Hún var kennarinn minn þá og mér fannst hún reyndar rígfullorðin!!!)


Leggja orš ķ belg
1 hefur lagt orš ķ belg
07.12.2007 22:12:13
Gamall kennari hvaĆ°?
Žetta lagši GHF ķ belginn