Rakel bloggar

 

Er að lenda í því!

Ég held að ég sé að lenda í því ein jólin enn!

Þá meina ég, að lenda í því að halda að það sé svo langt til jóla!! Allt of snemmt að skreyta, þrífa, og versla!

Svo lendi ég í tímaþröng með allt saman fyrir rest!

Samt finnst mér alltaf svo óendanlega fyndið þegar fólk talar um að vera "búið að öllu"!!! Það er svo misjafnt hvað fólki finnst nauðsynlegt að gera fyrir jól. Ég veit til dæmis um eina sem getur ekki borðað jólamatinn nema taukarfan í þvottahúsinu sé galtóm.

Hjá mér er það kannski þannig að mig langar til að hafa þetta þannig - en svo troðfyllist þvottahúsið af því sem á sér engan stað og enginn tími til að ganga frá því fyrir heilagan tíma. Á síðustu stundu eru skítug föt tínd eins og ber út um allt hús og skellt í taukörfuna.

Mín karfa er því oftast full um jólin!!

Það er bara allt í lagi - væri verra ef það værum við hjónin ;)


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
22.11.2007 14:42:28
Gaman að sjá að þú ert lifnuð við aftur :) En maður er farin að sakna ykkar Henríetta í fæðingarorlofinu...
etta lagi Margrét Arna belginn
22.11.2007 20:50:08
Það er nú ekkert gaman að vera búinn að öllu fyrir jól. Það væri t.d. frekar slæmt ef maður væri búinn að halda upp á jólin fyrir jól og þá væri bara ekkert eftir! Fn, þá gæti maður strax farið að hlakka til páskana(eins og hann Elías):-)
etta lagi Sverrir belginn
23.11.2007 21:08:25
Uss.. lendi alltaf í því að halda að ég sé of snemma að undirbúa, hvort sem það er Ísafjarðarferð eða jólin, veit sko alveg hvað þú ert að meina!!
etta lagi Marta belginn