Rakel bloggar

 

Skautaferð og sífellt urr!!!

Við fórum með 4. bekkina í skautaferð í dag. ÍTR gaf krökkunum frímiða í sumargjöf og við ákváðum að fara saman.

Auðvitað völdum við svellið sem er lengra í burtu frá skólanum og strætóinn sem fer lengri leiðina á þann stað - svona til að hafa þetta ekki of létt! Cool

Ferðin gekk eins og í sögu og allir stóðu sig með sóma! (Og við kennararnir stóðum meira segja í lappirnar allan tímann!) Wink

Saga í lokin:

Drengirnir mínir hafa á vissum aldri allir heillast af ljónum, tígrisdýrum, blettatígrum og öðrum villidýrum. Fræg er orðin sagan af Sölva þegar hann urraði alltaf á ókunnuga og meinaði fólki inngang í 3 ára afmælið sitt með stóru urri!

Elmar var að uppgötva þetta núna fyrst og við erum að fara í gegnum þriðja umgang af Lion King. Hann "er" öll dýrin og talar um "sig" í myndunum, t.d. "nú dey ég" o.s frv.

En okkur fannst það baaara krúttilegt þegar hann var á klósettinu og bað okkur að passa að skeina ekki á sér rófuna......!!! Laughing


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
25.04.2007 00:09:29
Hahaha, óborganlegur!!
Þetta lagði Bryndís í belginn
25.04.2007 11:44:12
Jiminn þessi drengur er bara krútt. Held ég verði bara að fá að hitta hann :) Spurning um að hann verði meðlimur í Henríettum??
Þetta lagði margrét arna í belginn
25.04.2007 15:48:22
Það verður langt þangað til hann fer að skeina sjálfur, ha ha ha.
Þetta lagði Sverrir í belginn
25.04.2007 19:35:13
Hann er algjör rófa hann Elmar ;)
Annars varð mér hugsað til ykkar á skautunum í gær, örugglega svaka stuð :) Og það er nú eitthvað við okkur kennara þessa árgangs, við þurfum alltaf aðeins að flækja hlutina - og ég er fegin að þið dragið ekki úr því þó ég sé farin ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
25.04.2007 22:51:31
...Er farið að gruna að ég sé sú sem flæki málin mest....aðrir kennarar í samstarfinu hafa hætt og nýir komið í staðinn - en áfram höldum við að fara lengri leiðina.....! Þú ættir bara að vita söguna um litlu Afríkubókina Sigurrós!
Þetta lagði Rakel Guðmundsdóttir í belginn