Rakel bloggar

 

Ný vinnuvika

Þá er enn kominn mánudagur. Elmar Logi fór í leikskólann í dag eftir 5 daga frí en það var skipulagsdagur í  leikskólanum á föstudaginn. Eiginlega svolítið merkilegt að þar eru þessir dagar ennþá kallaðir starfsdagar! Við í mínum skóla höfum fyrir löngu aflagt það orð enda væri þá engu líkara en við sinntum engum störfum aðra daga ársins!

Prófin eru byrjuð hjá Aroni. Hann hefur reyndar verið í stanslausum prófum í allan vetur og þreytist ekki á að bera saman lífið í Breiðagerðisskóla og Fossvogsskóla hvað þetta varðar. Mér finnst hann bara hafa gott af þessu - en sorglegt er hvað námsbókakostur er illa uppfærður á Íslandi. Börnin eru enn að læra um ferjuna sem gengur milli Reykjavíkur og Akraness og að Danir ætli að styrkja stöðu Kaupmannahafnar í framtíðinni með því að leggja brú yfir til Svíþjóðar!!! Manni finnst að það ætti nú ekki að vera svo erfitt að breyta örfáum blaðsíðum í þessum bókum til þess að hægt sé að nota þær með góðri samvisku.

Sölvi missti tönn í kvöld! Það er ekki sú fyrsta en það er meira en ár síðan hinar fóru. Minn maður er mikill dramakall og það var eins og hann væri að missa heilan tanngarð og það varanlega!! Reyndar lak mikið blóð og núna er stór hola þar sem tönnin var. Ég er viss um að hann sefur með opinn munninn í alla nótt til að láta lofta um gatið!


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
15.05.2006 23:10:18
Ja hérna ósköp eru þetta orðnar gamlar bækur.
Í mínum skóla heita dagarnir skipulagsdagar.
Bestu kveðjur
frá frænku
etta lagi Særún Ármannsdóttir belginn
16.05.2006 11:36:03
Já það eru ennþá starfsdagar í Selásskóla.
Brynhildur fór í skoðun í morgun og var 8.135kg og 72 cm, er aðeins undir meðallagi. Enda nett eins og mamma hennar.
etta lagi igga og Sverrir belginn