Rakel bloggar

 

Seinnipartsbongó

Við tókum daginn snemma enda von á gestum í morgunkaffi! Ómar Örn frændi minn verður hjá okkur "í borg" næstu viku og tekur þátt í Knattspyrnuskóla Víkings með strákunum.

Rebekka og Kolbrún Olga komu og voru hjá okkur í dag - við ætluðum auðvitað að dorma á pallinum strax í morgunsárið, en urðum að bíða með það þar til seinnipartinn. Svo kom hún blessunin sem kætir alltaf sálartetrið!!

Sá veðurspána hjá Olgu og Guðrúnu í Svíþjóð og Danmörku; sól hjá þeim á morgun!! Fattaði allt í einu hvað það er stutt í ferðalagið okkar Sölva og á morgun verðum við að drífa okkur að sækja um vegabréf fyrir hann. Bara að það sé ekki orðið of seint! Svo þarf ég nú að finna mitt!! Eins gott að gera allt tilbúið í tíma.

Annars eigum við nú eftir að taka eitt fótboltamót á Akranesi áður en við förum!!! Cool


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
20.06.2007 08:51:51
Já það er búið að vera bongó hjá okkur á Hólmavík líka! Ótrúleg en satt, vestfirðirnir geta verið með góðu veðri í marga daga líka. :-)
Morgnarnir eru frábærir, spegilsléttur sjórinn og oft glampandi sól.
Þetta lagði Sverrir í belginn