Rakel bloggar

 

Pestin

Elmar Logi var svo óheppinn að næla sér í svæsna gubbupest, svo svæsna að hann er búinn að kasta upp af og til í einn og hálfan sólarhring. Þó hefur hann nær ekkert getað borðað á þessum tíma þannig að þetta eru mikil átök hjá honum. Þegar svona fjörkálfur leggst í rúmið er lægð yfir heimilinu, við getum líka kallað það ró! En þegar maður er að vinna með lifandi fólk þá er maður líka svolítið ómissandi í vinnunni. Við getum ekki hlaðið börnunum í bunka og látið þau bíða til morguns, allt verður að rúlla áfram. Oftast gengur það nú nokkuð vel upp sem betur fer!

Vona að drengurinn fari að hrista þetta af sér!

ps. Þeir sem lesa síðuna mega alveg skrifa í gestabókina svona af og til!!.....


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
12.05.2006 14:02:19
Sæl, frænka.
Ég tek mig stundum til og renni yfir bloggið hjá ættingjunum á síðunni okkar til að sjá hvað þeir eru að bardúsa en svíkst yfirleitt um að kvitta, játa það fúslega. Hef verið í sambandi við pabba þinn undanfarið, erum að stauta okkur fram úr gamalli útfararræðu.
Kveðja,
Nína
etta lagi JH belginn
12.05.2006 22:33:04
Ég skil þig mjög vel og skal vera dugleg að kvitta.
etta lagi Særún Ármannsdóttir belginn