Rakel bloggar

 

Sumarfílingurinn

Var mætt snemma í morgun til að horfa á Sölva keppa í fótbolta á KFC mótinu í Víkinni. Komst alveg í sumarfíling í 4 stiga hita með húfu, trefil í hlífðarbuxum og íslenskri sumarúlpu. Cool

Sölvi bætti það upp með að eiga góða leiki - skoraði 3 mörk og lagði upp eitt - honum þótti það ekki slæmt!

Ég missti reyndar af einum hálfleik þar sem Aron þurfti að komast upp í Egilshöll að keppa með sínum flokki. Það áttu Víkingar eitt jafntefli og einn sigur.

Elmar Logi var með í för og var svekktur yfir því að fá ekki frekar að horfa á Aron en Sölva. Hann komst nefnilega að því fyrir stuttu, að það er seldur ís í Egilshöllinni! Laughing


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
05.05.2007 20:16:26
Hva, er ekki seldur ís á Víkingssvæðinu.
Þetta lagði Sverrir í belginn