Rakel bloggar

 

Helgin

Við náðum að koma hinum ólíklegustu hlutum í verk þessa helgi. Á föstudeginum fóru þeir feðgar Elmar og Þrándur í klippingu á meðan ég rauk heim til að taka á móti Sverri Iggu og yngri tveimur – en þau hafði ég ekki séð síðan fyrir páska. Marteinn Aldar farinn að skríkja og teygja sig í allar áttir og litla Brynhildur  löngu hætt að krafsa í andlitið á manni þegar maður knúsar hana!

Kokkurinn sem kom og eldaði fyrir okkur á föstudagskvöldið er Siggi frændi Þrándar, sá sami og ætlar að græja fertugsafmælið mitt síðar á árinu.....! Við höfðum marinerað skötusel daginn áður og til viðbótar honum kom Siggi með lambakjöt plús alls kyns gúmmelaði sem hann dró upp úr poka sínum eða fann hjá okkur. Úr þessu varð mikill veislumatur sem við borðuðum frameftir kvöldi.

Það hafði svo lengi staðið til að nýta veglegt gjafakort á veitingastað sem við fengum frá foreldrum drengjanna sem Þrándur var að hætta að þjálfa í haust. Loks létum við verða af því og pöntuðum borð á laugardagskvöldið.

Laugardagurinn sjálfur var notaður í garðvinnu þar sem hitinn fór í tveggja stafa tölu og sól skein í heiði allan daginn. Rebekka og börnin hennar kíktu í kaffi – sem við drukkum úti á palli, þrátt fyrir að golan feykti einu og einu plastglasi um koll og laufi ofan í bolla! Cool

Við tókum okkur leigubíl í bæinn og vorum mætt á Sjávarkjallarann rúmlega 6. Við vorum ákveðin í að smakka það sem við værum síst líkleg til að elda heima hjá okkur, svo í forrétt fékk ég mér línkrabba og ál og Þrándur lynghænu. Í aðalrétt fengum við okkur bæði túnfisk. Svo fékk ég mér auðvitað eftirrétt – gómsætan kókosskyrís á dajmbotni.......einn besti eftirréttur sem ég hef smakkað!!!!Þetta var allt ótrúlega gott og fallega fram borið auðvitað........!

Við fengum okkur svo göngutúr áleiðis upp Laugaveginn í góða veðrinu.......en enduðum hér heima hjá okkur kl. hálf tólf......þrátt fyrir að annað okkar væri á háum hælum. Undecided Bræðurnir voru þá allir vakandi og biðu spenntir eftir því að heyra hvað hefði verið á boðstólnum “fyrir allan þennan pening”!!

Dagurinn í dag var svo rólegur. Við kláruðum að sópa í kringum húsið og koma öllu laufi í burtu. Kíktum aðeins niður í bílskúr – svona mest til að láta okkur fallast hendur! Tókum þó öll hjól og gerðum tilbúin fyrir sumarið. Tók bækur upp úr einum kassa í því skyni að setja upp í hillu hér inni í stað námsbóka sem þangað rötuðu um árið. Á vegi mínum varð Bogen om læsning sem ég keypti á 4200 krónur rúmar þegar ég var í Kennó. Sú bók er fræg meðal okkar sem stunduðum þar nám á þessum tíma.......fyrir að vera dýra bókin sem fáir lásu og þeir sem lásu hana botnuðu ekkert í henni. Hún kostaði á fimmta þúsund fyrir 17 árum síðan!!! Hún er úti í bílskúr.....! Laughing

Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
29.04.2007 22:34:12
Takk fyrir að deila matseðlinum *slef*
etta lagi Marta belginn
30.04.2007 20:57:55
fetug síðar á árinu !!?? ég hélt alltaf að þú værir yngri en ég.....meira yngri
p.s.
ég er að fara í framhaldsnám í lestri fæ kannski "Bogen om læsning" lánaða :)
etta lagi Kristín Ármanns belginn
30.04.2007 23:07:36
Ekki við öðru að búast en góðum mat fyrir svona mikinn péning, get vel ímyndað mér að smakka þetta, voru nokkuð sveppir í þessu? :-)

Svo var ekki við öðru að búast að svona íþróttamenn skokkuðu úr bænum eftir orkumikla máltíð.
etta lagi Sverrir belginn