Rakel bloggar

 

Tölvufíkill

Nú þegar er Mentosleiknum er lokið get ég byrjað að blogga á ný! Fyrir þá sem ekki prufuðu leikinn (ég veit um fólk sem prófaði og það lá við hjónaskilnaði) þá fólst hann í því að sprengja mislitar kúlur á skjánum og fá stig fyrir. Hann er leyfður öllum aldurshópum og í sjálfu sér sárasaklaus.....nema að það gat verið erfitt að hætta! Surprised

Af okkur er annars allt gott að frétta.....í vetrarhörkunni er gott að láta sig dreyma um sumarið og það geri ég þessa dagana. Langar óhemju mikið að fara og heimsækja Olgu og Guðrúnu frænkur mínar í sumar, en þær búa í Danmörku og Svíþjóð. Verð að fara að ákveða eitthvað á næstunni því meiningin er að bjóða Sölva miðjumanni með.....en hann er orðinn örvæntingarfullur um að komast aldrei til útlanda!!! Surprised

Vinnuvikan meira en hálfnuð......held bara að ekkert sé ákveðið hjá okkur um helgina - aldrei slíku vant!! Það er nú ágætt!


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
22.03.2007 10:12:22
Það var eitthvað bogið við þetta - ekkert blogg í nærri hálfan mánuð!
etta lagi Nína belginn
22.03.2007 17:25:04
Eins gott að detta ekki í þennan Mentos, nóg er nú samt!! En langar að nota tækifærið og óska okkur öllum til hamingju með nýjustu Henríettuprinsessuna - frjósamar þessar ungu stúlkur, ekki nema 11 dagar á milli!!
etta lagi Marta belginn
22.03.2007 18:27:19
Ég er núna í vandræðum með hann. Hann er að verða búin að lita allar myndirnar í nýju cars litabókini hans Ásbjarnar!!!! Dundari dauðans
etta lagi Igga belginn
22.03.2007 19:47:08
úps.....gef honum næst litabók í jólagjöf...!
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn