Rakel bloggar

 

Vídeó og sjónvarp, tölvuleikir tölvuspil.....

Stubburinn á heimilinu er búinn að bíða eftir afmælisdeginum sínum síðan á jólum. Til að "einfalda" málið hafði honum verið sagt að á eftir jólunum ætti hann afmæli. Hann verður 4 ára gamall.

Þrátt fyrir frekar ungan aldur talar hann einkennilegt mál  þessa dagana. Hann vitnaði reyndar í gamla vísu um daginn og spurði mig hvort ég vissi hvað væri að vera "byrstur í bragði" - það þýddi nefnilega að vera "reiður". Í leikjum heyri ég hann hins vegar mikið tala um að "drepa", "missa líf", "berjast" og fleira í þeim dúr.

Nú á hann eldri bræður og auðvelt að hugsa sem svo að það læri börnin sem fyrir þeim er haft! Ég er nú samt svo lukkulega sett að stór hluti af tölvuleikjum sona minna eru einhverslags íþróttaleikir - fótboltamenn á skjá eða liðstjóraleikir sem ganga ekki út á líf eða dauða. Einhver hluti af leikjunum sem rata í tölvuna eru samt skrímsla og riddaraleikir þar sem sverð og dauði koma við sögu og "lífið" er í rauðri súlu í einu horninu á skjánum.

Þá er það spurningin,  höfðar ofbeldið svona mikið til stubbalinga í dag að þeir vilja miklu frekar tileinka sér orð eins og "drepa" og "missa líf" heldur en "aukaspyrna" og"víti"?

Ég veit ekki, þegar djúpt er spurt verða svörin oft svo grunn........Undecided


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!