Rakel bloggar

 

Brrrrr!

Kuldi fer sko ekki vel í mig. Mér líður strax illa spáð er miklum kulda og ef spáin svo rætist fer mig að verkja í útlimina - jafnvel áður en ég fer út fyrir hússins dyr.

Dagurinn í dag var einn af þessum dögum. Hún Auður samstarfskona mín bjargaði hreinlega vinnudeginum hjá mér með því að lána mér sjalið sitt - og var ég þó í rúllukragapeysu, ullarsokkum og með trefil fyrir.

Maður prýðir nú svo sem ekki gangana svona útlítandi enda löngum verið aðrir sem sjá um það í mínum skóla.....

Ég held að þátturinn 60 minutes sem ég horfði á í gærkvöldi hafi haft sitt að segja um þetta slæma kuldakast mitt í annars fallegu veðri. Þar var sagt frá konu sem hefur sérhæft sig í að synda í köldum sjó. Fylgst var með henni þegar hún syndi í 25 mínútur við Suðurheimskautið, innan um mörgæsir, seli og ísjaka. Hún fékk langvarandi skjálftakast eftir þetta uppátæki.....og ég var enn með glamrandi tennur þegar ég fór að sofa!!!

Nú styttist í að mamma komi heim frá Afríku....ég bara varð að koma huganum á heitari slóðir........ Laughing


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
08.01.2007 23:39:10
Mér verður reyndar ennþá kalt af að hugsa til Ólafar Höllu! Skil ekki alveg hvernig þetta er hægt
Þetta lagði Sigurrós í belginn
09.01.2007 20:20:11
Get nú ekki ímyndað mér annað en að þú prýðir alltaf gangana Rakel mín, sama hverju þú klæðist (eða klæðist ekki..)
Þetta lagði Marta í belginn