Rakel bloggar

 

Toppa sjálfa mig...oftar en einu sinni....

Ég er því marki brennd að hafa svolítið gaman af óförum! Ekki bara óförum annarra heldur ekki síður ef ég lendi í einhverju sjálf. Ég hlæ þegar fólk labbar á glerhurðir, það kom einu sinni fyrir mömmu í Kringlunni og við ætluðum ekki að komast lengra fyrir hlátri!! Laughing

Það rifjaðist upp fyrir mér í dag þegar ég var að fara úr matarboði hjá samstarfskonu minni og ég var næstum komin út í jakka af manninum hennar - virtum skólastjóra hér í bæ!!!! Óborganlega fyndið eftir á! Laughing

Ég toppaði það í vinnunni í vor þegar ég var lögð af stað út og seildist í vasann eftir bíllyklunum mínum en skildi ekkert í því af hverju var komin lyklakippa á lykilinn. Setti vinkonurnar inni í málið og allt þangað til ein spurði hvort ég væri kannski í vitlausum jakka?! Ójú!!! Líkur....en ekki minn! Laughing

Það nýjasta af mínum óförum gerðist í síðustu viku þegar ég var að verða of sein í kakódrykkju á leikskólanum. Æ eru þau ekki öll eins þessi svörtu leðurstígvél....þegar maður er í bláum skóhlífum utanyfir! Ég var sem sagt hér um bil lögð af stað út í skóm af einhverri samstarfskonunni - búin að renna upp rennilásnum og allt!!!! Laughing

Já hlæiði bara - þetta er ótrúlega fyndið!  Laughing

Mér fannst hins vegar ekkert svakalega fyndið þegar ég hafði verið skráð á vitlausan dag á hárgreiðslustofunni. Búin að stytta leikfimistímann í dag, æða á leikskólann í miðjum kaffitíma Elmars og bruna svo með hann í Víkina til að Aron gæti passað. Allt á fúlle sving niðureftir aftur...til þess eins að heyra að þetta hafi verið einhver "tæknileg mistök"!!!! Tíminn minn er á morgun. Embarassed

Nú má samstarfsfólkið fara að vara sig.....hvað skyldi ég grípa í fatahenginu þegar ég æði af stað í klippinguna seinnipartinn á morgun???Wink


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
12.12.2006 23:00:16
Þú ert nú alveg ótrúleg hrikalega er gaman að eiga svona frænku. Best er þó að geta hlegið sjálfur með. Góða skemmtun á hárgreiðslustofunni.
etta lagi Særún belginn
13.12.2006 20:31:39
Rakel mín. Af hverju að vera stressa sig á einhverja yfirfulla hárgreiðslustofu. Þú veist þú getur alltaf komið til mín í Tony :)
etta lagi Edith belginn
13.12.2006 23:38:41
Voru það ekki "beyglurnar"?

Á seinni hluta unglingsáranna man ég líka eftir háralit sem lak niður í rigningu um verslunarmannahelgi!!
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn
17.12.2006 15:12:09
Hahaha, ef svona sögur létta ekki lundina þá veit ég ekki hvað. Lenti sjálf í því einu sinni að detta um gangstéttarkant afþví ég var að horfa á einhverja stráka, lenti kylliflöt á maganum og missti skóna af mér undir næsta bíl. Strákarnir brjáluðust úr hlátri og sjálf gat ég ekki hætt að hlæja fyrr en löngu síðar.
etta lagi Bryndís belginn