Rakel bloggar

 

Viðauki.....

Má til með að láta þetta fylgja:

Þegar við vorum í ljósaleiðangrinum fyrsta, þá féll ég fyrir einu og öðru í búðinni sem nota mætti í aðventuskreytingar. Ég keypti mér jólakúlur í nokkrum litum, m.a. voðalega fallegum rauðum litum.

Þegar ég ætlaði svo að taka rauðu kúlurnar upp reyndist ein þeirra brotin. Ég átti leið framhjá búðinni daginn eftir svo ég ákvað að láta mér þetta ekki lynda og bera fram kvörtun. Ég var með kassakvittunina í veskinu og leit yfir hana um leið og ég sýndi konunni brotnu kúluna.

Þá komst ég að því að ég hafði verið látin borga 1350 kr. fyrir kassann í stað 660!! Þar sem ég hafði keypt tvo kassa skuldaði búðin mér nú hærri upphæð en svo, að borga mætti hana út í peningum.

Upphæðin var því lögð inn á visakortið og kemur til frádráttar næst...

Margur er ríkari en hann heldur......


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
07.12.2006 22:05:41
Eins gott að þú fórst aftur á staðinn til að kvarta! Þú hefur ekki bara notað mismuninn til að kaupa eitthvað fleira sniðugt í búðinni? ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
08.12.2006 22:58:55
Beið það af mér í þrjóskunni!
Þetta lagði Rakel Guðmundsdóttir í belginn
10.12.2006 23:23:29
Spennandi saga og hvernig endar þetta með ljósið
Þetta lagði Særún í belginn