Rakel bloggar

 

19. jn 2009 | Hundalíf

Fór enn lengra upp á Úlfarsfellið í dag! Miðjumaður og minnsti maður fóru með og voru bara hinir mestu garpar:)


12. apr. 2009 | Gleðilega páska!

Ættingjar og vinir nær og fjær! Gleðilega páska!

 

Við höfum haft það ljómandi gott í páskafríinu, sofið út, verið mikið til heima við og undirbúið veislumat á hverjum degi!

Mamma og pabbi komu suður og við fórum í fermingarveislu hjá Mörtu á skírdag. Á föstudaginn langa keyrðu þau svo norður á Hólmavík til Sverris og Iggu en þau komu heim með 5. fjölskyldumeðliminn hana Guðnýju litlu, daginn áður.

 Á föstudaginn langa fór Elmar  í gistiheimsókn til ömmu sinnar og daginn eftir bónuðum við og þrifum bílinn en það var einmitt á verkefnalista leyfisins og því ekki seinna vænna! Það var bongóblíða hér í Fossvoginum og vel hægt að sitja í sólinni á pallinum!

Dagurinn í dag hófst á hefðbundinn hátt með páskaeggjaleit drengjanna - þeir hafa reyndar óskaplega litla þolinmæði í svona leiki og spursmál hvort fyrirhöfn foreldranna er þess virði ;) Elmari fannst ég gefa "lélegar vísbendingar" og þeim eldri fannst eggin falin á "geðveikt erfiðum stöðum". Aron er reyndar kominn með reynslu og leitar kröftuglega með tilheyrandi göggum og góli!

Ásta tengdamamma kom í mat til okkar í kvöld - við elduðum hreindýr með tilbehör - og Sölvi fór svo með henni í Gullsmárann til að gista.

Í eftirmat ætluðum við að borða lífrænan ananas (með rjóma) en hann stóðst ekki væntingar..... æ kannski maður fái sér ööööörlítinn bita af páskaeggi númer 5 ;)


31. mars 2009 | Blóm til sölu :)

Við í Kvennakór Reykjavíkur ætlum að taka þátt í kóramóti á Mývatni í vor. Í fjáröflunarskyni er ég að selja páskaliljur og hvíta og gula túlípana.

Búnt með 10 blómum kostar 1200 krónur og verður afhent að viku liðinni ;)

Áhugasamir geta pantað hér í dag og á morgun!


31. mars 2009 | Kominn glámur í fjölskylduna....

....nei, nei, ég er ekki að opinbera það að Sverrir hafi eignast strák, heldur segja frá því að nú þarf elsti maður að fá gleraugu!

Man eftir því þegar Sverrir bróðir var lítill og kvartaði sáran yfir því að sjá ekki hitt og þetta, pírði augun fyrir framan sjónvarpið og sagðist þurfa að fá gleraugu, en enginn trúði honum! Á endanum þurfti drengurinn auðvitað gleraugu lengi vel - þó að hann hafi nú nýverið látið skera gallann úr sér!

Aron er búinn að kvarta lengi, segist ekki sjá á töfluna í skólanum og þurfi pottþétt gleraugu. Hann er reyndar líka búinn að óttast mikið að þurfa spangir, var pottþéttur á því á tímabili þangað til tannlæknirinn sagði honum að svo væri ekki. Fyrir nokkru fór hann svo í sjónpróf hjá skólahjúkrunarfræðingi sem staðfesti gruninn, en augnlæknir kveður alltaf upp endanlegan "dóm".

 Þar sem ég þurfti að sækja Sölva lasinn í skólann eftir hádegi í dag og var heima á skrifstofutíma - lét ég loks verða af því að hringja og panta tíma. Eins og sönnum sveitamanni sæmir leit ég hýru auga til næstu viku, upp á að tíminn myndi henta okkur sem verðum þá í páskafríi!! Nei. nei, stráksi fékk tíma í lok júlí takk fyrir! Ritarinn lofaði samt að setja okkur á biðlista upp á að komast fyrr að.

Klukkutíma seinna var svo hringt í okkur þar sem losnaði óvænt tími og við brunuðum af stað - til að fá ofangreindar fréttir! Eins og er þarf hann bara að nota gleraugun þegar hann er í skólanum eða í leikhúsi og bíó, en síðar þarf hann mjög líklega að ganga með þau.

Nú erum VIÐ búin að velja umgjörð og megum sækja gleraugun á morgun.

Já - og Þrándur skírði getraunafélagið sitt Glám og Skrám um daginn.......!


5. mars 2009 | Gengur ekki lengur!

Svona rétt til að viðhalda mínum lit á betra.is þá verð ég að setja niður nokkrar línur!

Meira hvað hið yfirborðkennda fésbókardæmi tekur frá manni tímann sem hefði annars farið í að blogga!!!  Skráði mig nú samt ekki á námskeiðið í skólanum mínum þar sem hægt var að fræðast meira um fésið.....kann sennilega svona það helsta. Mér finnst fésbókin einhvernveginn strax vaxa manni upp yfir höfuð og enda þannig að maður veit ekki neitt um neinn - nema kannski hvað var í matinn hjá viðkomandi fyrr um daginn! Mér finnst meira gaman að fá almennilegar fréttir upp á "gamla" mátann..!

Námskeiðið sem ég fór á í skólanum var hins vegar saumanámskeið þar sem við lærðum að sauma emamikjólinn. Það var bara skemmtilegt, þó sérstaklega að upplifa stríðsástandið í efnabúðinni - hreinlega vitlaust að gera hjá þeim. Nú er kannski komið að því að maður fari að sauma flíkur - hef ekki lagt í það eftir að ég saumaði rassinn á buxunum á hlið þarna forðum!!

Annars er ég á leið að Skógum á morgun þar sem kórinn ætlar að syngja látlaust í 2 daga. Hélt upp á það strax í morgun með því að byrja að finna fyrir í hálsi.....vonandi verður ekkert úr því, það væri ekki gaman að vera raddlaus innan um 80 syngjandi dömur! Fínt að vera búin að sauma flík sem má nota á 25 mismunandi vegu - þarf ekki stóra ferðatösku undir hana! ;)

Læt vita hvernig málin þróast......!